Stjörnupopp og Stjörnusnakk

Stjörnu vörur

Íslensk framleiðsla frá 1988

 

Stjörnupopp

Þeir sem falla fyrir þeirri freistingu að fá sér eitthvað milli mála ættu að vanda valið tannanna vegna og í því sambandi hafa heilbrigðisyfirvöld víða bent á poppkorn sem góðan valkost.

Maís er hrein náttúruafurð. Til eru fimm gerðir af maísbaunum en aðeins ein þeirra poppast og hana köllum við poppmaís. Í poppmaísbaunum er örlítið vatn sem þenst út þegar baunin er hituð. Við meiri hitun eykst sífellt þrýstingur í bauninni þar til ysta lagið gefur sig, baunin springur og poppkornið verður til. Vatnið í bauninni á þvi mestan þátt í að hún poppast.

Stjörnusnakk

Til að framleiða Stjörnusnakk eru notuð bestu fáanlegu hráefni sem mótuð eru í ýmiskonar mynstur. Við það að hitna þenst snakkið út og verður létt, stökkt og bragðgott. Árið 1991 fórum við að huga að snakkframleiðslu sem við markaðsettum ári síðar og hefur verið stöðug aukning í framleiðslu á Stjörnusnakki og margar nýjungar litið dagsins ljós.

Lorenz

Lorenz

Við erum að flytja inn vörur frá fyrirtækinu Lorenz. Við erum með mikið úrval af natural snakki og hnetum frá þeim. Lorenz er alþjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar sínar í Þýskalandi en eru með söluskrifstofur og framleiðslu meðal annars í Póllandi, Rússlandi, Þýskalandi og fleiri stöðum. Hægt að að skoða vöruúrval okkar á Lorenz vörum undir Lorenz.